Erlent

Ísraelskar herþotur skutu á Gaza

Fréttamenn flýja eldflaugaárás á Sderot fyrr í mánuðinum.
Fréttamenn flýja eldflaugaárás á Sderot fyrr í mánuðinum. MYND/AFP

Ísraelskar þotur réðust á norðurhluta Gazastrandar í morgun eftir að herskáir palestínumenn skutu eldflaugum yfir landamærin til Ísrael. Árásin kemur í kjölfar örfárra daga þar sem nokkur ró hefur ríkt milli stríðandi fylkinga í Ísrael og Palestínu.

Ísraelski flugherinn segir að skotmarkið hafi verið eldflauga-teymi herskárra Palestínumanna. Engar fréttir hafa borist af meiðslum eða látnum í árásinni.

Eldflaugaárásin varð nokkrum klukkustundum eftir að leyniskyttur ísraelska hersins skutu fjóra palestínska upppreisnarmenn til bana í Betlehem. Þeir sem létust voru meðal annars leiðtogi öfgasamtakanna Islamic Jihad á staðnum.

Talsmaður Ísraelshers sagði að loftárásin væri svar við 12 eldflaugum sem skotið var frá Gaza á suðurhluta Ísrael.

Tvær flauganna ollu skemmdum á byggingu í Sderot en enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×