Erlent

Arabísk kona notar YouTube í kvennabaráttu

Wajeha Al-Huwaider undir stýri í myndbandinu.
Wajeha Al-Huwaider undir stýri í myndbandinu. MYND/YouTube

Sádi-Arabísk kona hefur sett myndband af sjálfri sér undir stýri á YouTube til að þrýsta á þarlend yfirvöld að auka réttindi kvenna og leyfa þeim að keyra bíl.

Wajeha Al-Huwaider er með ökuskírteini, en hún má einungis keyra á afskekktum svæðum í Sádí-Arabíu. Hún segir að hömlurnar lami helming þjóðarinnar og vill að yfirvöld leyfi konum að keyra í borgum.

Í myndbandinu sem hún tók í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna sem var á laugardag, biðlar hún á arabísku til innanríkisráðherra landsins að leyfa konum að keyra.Wajeha og 125 aðrar konur hafa skrifað undir beiðni til ráðherrans um málið. Fyrri beiðnum til konungsins í landinu hefur ekki verið svarað.

Myndbandið má sjá hér. Það hefur verið skoðað meira en 23 þúsund sinnum á YouTube frá því það var birt á föstudag.



Egypski dálkahöfundurinn Mone El-Tahawy sagði CNN að hún teldi að aðferðin myndi bera árangur.

„Hún hefur verndað sjálfa sig á mjög snjallan hátt og með því að nota YouTube. Hún hefur líka tengt við internetið sem er að verða afar áhrifaríkt valdatæki í Arabaheiminum," sagði hún.

Síðast þegar konur kröfðust opinberlega réttar síns til að fá að keyra í Sádi-Arabíu var árið 1990. Trúarlögreglan handtók þá kvenkyns ökumenn og niðurlægði þá á almannafæri. Í kjölfarið voru sett trúarlög sem bönnuðu konum að keyra í borgum landsins.

Mágkona Wajeha var með henni í bílnum og gengdi hlutverki kvikmyndatökumanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×