Erlent

Húsleit hjá evrópskum flugfélögum vegna gruns um samráð

Starfsmenn ESB leituðu meðal annars á skrifstofum Lufthansa.
Starfsmenn ESB leituðu meðal annars á skrifstofum Lufthansa. MYND/AP

Starfsmenn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gerðu í dag húsleit á skrifstofum hjá nokkrum evrópskum flugfélögum vegna gruns um verðsamráð á tilteknum leiðum.

Meðal flugfélaga sem leitað var hjá var þýska flugfélagið Lufthansa og segir í tilkynningu frá framkvæmastjórn Evrópusambandsins að verið sé að rannsaka hvort flugfélög hafi ákveðið saman verð á löngum flugleiðum, þar á meðal frá Evrópu til Japans. Slíkt samráð brýtur í bága við lög og reglur Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×