Erlent

Reyndu að smygla 1,5 tonnum af kókaíni frá Perú

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lögregluyfirvöld í Perú komu í veg fyrir að einu og hálfu tonni af kókaíni yrði smyglað úr landi þegar hún réðst nýverið til atlögu við hóp fíkniefnasmyglara í landinu.

Ellefu félagar úr smyglhringnum frá Perú og Ekvador voru handteknir við Cabeza de Toro ströndina í norðurhluta Perús. Að sögn lögreglu voru fíkniefnasmyglararnir vel vopnaðir en engu að síður tókst að yfirbuga þá.

Lögreglan í Perú hefur lagt hald á um fimm tonn af kókaín það sem af er þessu ári en landið en næststærsti kókaínframleiðandi í heimi á eftir Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×