Erlent

Mannskæðar sprengjuárásir í Lahore

Tuttugu og tveir hið minnsta eru látnir og hundrað eru særðir eftir tvær sprengingar í borginni Lahore í austurhluta Pakistans í dag. Talið er að sjálfsmorðsárásarmenn á tveimur bílum hafi verið þar á ferð.

Meirihluti hinna látnu féll í sprengingu nærri skrifstofu lögreglunnar í miðborg Lahore og skemmdist byggingin nokkuð, svo öflug var sprengingin. Segja sjónarvottar að jörð hafi skolfið líkt og í jarðskjálfta. Síðar sprengjan sprakk í íbúðahverfi og þar létust tvö börn.

Sjálfsmorðsárásir eru orðnar nokkuð tíðar í Pakistan en talið er að stuðningsmenn talibana í Afganistan og íslamskir öfgamenn standi á bak við þær. Í síðustu viku létust fjórir og 14 særðust í sprengingu í Lahore.

Skömmu eftir tíðindin aflýsti ástralska landsliðið í krikket för sinn til Pakistans af öryggisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×