Erlent

Veikindi hermanna í Flóabardaga raktar til skordýraeiturs

Fundist hafa sannanir fyrir því að þrálát veikindi hermannanna sem tóku þátt í Flóabardaganum árið 1991 stafi af efnasamböndum í mótefni gegn taugagasi og skordýraeitri sem notað var gegn sandflugum í eyðimörkinni.

Tugir þúsunda hermanna sem tóku þátt í Flóabardaganum þegar Bandaríkjamenn frelsuðu Kúwait úr höndum Saddams Hussein hafa síðan barist við ýmsa kvilla og sjúkdóma. Þar má nefna minnistap, vöðvarýrnum, þrekleysi og útbrot. Sökum þessa hafa flestir þeirra þurft á örorkubótum að halda frá því að stríðinu lauk.

Nú telja vísindamenn sig hafa fundið orsök þessara veikinda hjá hermönnunum. Í ljós hefur komið að veikindin stafa af efnablöndum sem notaðar voru í mótefni við taugagasi sem hermönnunum vafr gefið svo og efnablöndu í skordýraeitur sem notað var gegn sandflugum í eyðimörkinni. Einnig er talið að í enhverjum tilvikum hafi hermennirnir komist í snertingu við taugagasið Sarin er þeir upprættu vopnabúr Saddams Hussein.

Þetta eru velkomnar fregnir fyrir þá hermenn sem átt hafa við veikindi að stríða frá lokum Flóabardaga því hermálayfirvöld hafa hingað til verið treg til að viðurkenna bótskyldu sína í ýmsum dómsmálum sem hermenn hafa höfðað á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×