Erlent

Deilt um byggingu píramýda í Kristjaníu

Ný deila er komin upp milli íbúa í Kristjaníu og borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn.

Kristjaníubúar hafa endurbyggt píramýda sem var að finna í fríríkinu en það telja borgaryfirvöld að sé brot á samkomulagi um að engar nýbyggingar yrðu reistar í Kristjaníu fram til ársins 2009.

Kristjaníubúar segja að píramýdinn hafi verið hluti af landslagi þeirra frá árinu 1976 en hann var að hruni kominn og því ákveðið að endurbyggja hann. Um viðhald sé að ræða en ekki nýbyggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×