Erlent

Útlægðir Tíbetar mótmæla Ólympíuleikum í Peking

Dalai Lama
Dalai Lama

Indverska lögreglan handtók nokkur hundruð útlægða Tíbeta sem hófu mótmælagöngu í landinu í dag. Hópurinn var að mótmæla sumarólympíuleikunum í Peking, og vildi þannig koma á framfæri óánægju sinni með kínversk stjórnvöld.

Önnur mótmæli fóru fram í Nýju Delí, Katmandú og Nepal en þar voru 10 mótmælendur handteknir eftir átök við lögreglu.

Á sama tíma hélt Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta ræðu þar sem hann ásakaði Kína um "ótrúlegt og gróft ofbeldi gegn mannréttindum" á Himalaya svæðinu.

Mótmælagangan sem mun standa yfir í sex mánuði frá Indlandi til Tíbet er farin á sama tíma og árlegur hátíðsdagur um misheppnaða uppreisn Tíbeta gegn kínverskum stjórnvöldum er haldinn. En Dalai Lama hraktist í útlegð frá landinu vegna þeirra árið 1959.

Skemmst er að minnast þess þegar Björk Guðmundsdóttir hvatti Tíbeta til þess að lýsa yfir sjálfstæði á tónleikum í Kína fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×