Þúsundir syrgja nemendur í prestaskóla 7. mars 2008 11:39 Mikil sorg og reiði ríkti meðal þeirra þúsunda sem komu saman við skólann í dag. MYND/AFP Þúsundir manna hafa safnast saman við Mercas Harav prestaskólann í Jerúsalem þar sem byssumaður drap átta manns og særði níu í gærkvöldi. Mikil sorg ríkti meðal fólksins þegar gyðingaprestur fór með bænir yfir líkum fórnarlambanna í dag. Byssumaðurinn Ala Abu Dhaim var palestínskur og vann sem bílstjóri nálægt skólanum. Lögregla segir að hann hafi búið í austurhluta borgarinnar. Abu Dhein var handtekinn af Ísraelum fyrir fjórum mánuðum en leystur úr haldi tveimur mánuðum síðar að sögn fjölskyldu hans. Samkvæmt heimildum BBC er nú reynt að finna út hvort hann var meðlimur herskárra samtaka. Öryggi var öflugt á landamærastöðum milli Ísrael og Vesturbakkans í kjölfar árásarinnar, sérstaklega í nágrenni Jerúsalem. Mahmoud Abbas forseti Palestínu sem á í friðarviðræðum við Ísraela fordæmdi árásina. Í morgun hvöttu nokkrir ísraelskir þingmenn ríkisstjórnina að hætta viðræðunum. Hamas samtökin lofuðu árásina í yfirlýsingu en lýstu ekki yfir ábyrgð á henni. Blóð á trúarbók í skólanum eftir árásina í gær. Samkvæmt frásögn sjónarvotta réðist byssumaðurinn inn á bókasafn skólans og hóf handahófskennda skotárás á nemendur sem sátu þar að lestri. Um tíu mínútur liðu þar til öryggisvörðum tókst að skjóta hann til bana. Þá lágu átta nemendur á aldrinum 15 til 16 ára í valnum og níu aðrir særðust sumir mjög alvarlega. Mikil fagnaðarlæti brutust út á Gaza svæðinu er fregnir af árásinni bárust þangað. Ísraelsmenn segja að atburðurinn muni ekki draga úr aðgerðum þeirra á Gaza-svæðinu. Margar þjóðir hafa fordæmt atburðinn og kalla hann ófyrirgefanlegt hryðjuverk. Boðað var til fundar um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og lögð fram tillaga um að fordæma árásina. Hún fékkst þó ekki samþykkt þar sem fulltrúi Líbýu í ráðinu og fleiri þjóðir vildu að í tillögunni yrðu árásir Ísraelsmanna á Gaza svæðið einnig fordæmdar. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira
Þúsundir manna hafa safnast saman við Mercas Harav prestaskólann í Jerúsalem þar sem byssumaður drap átta manns og særði níu í gærkvöldi. Mikil sorg ríkti meðal fólksins þegar gyðingaprestur fór með bænir yfir líkum fórnarlambanna í dag. Byssumaðurinn Ala Abu Dhaim var palestínskur og vann sem bílstjóri nálægt skólanum. Lögregla segir að hann hafi búið í austurhluta borgarinnar. Abu Dhein var handtekinn af Ísraelum fyrir fjórum mánuðum en leystur úr haldi tveimur mánuðum síðar að sögn fjölskyldu hans. Samkvæmt heimildum BBC er nú reynt að finna út hvort hann var meðlimur herskárra samtaka. Öryggi var öflugt á landamærastöðum milli Ísrael og Vesturbakkans í kjölfar árásarinnar, sérstaklega í nágrenni Jerúsalem. Mahmoud Abbas forseti Palestínu sem á í friðarviðræðum við Ísraela fordæmdi árásina. Í morgun hvöttu nokkrir ísraelskir þingmenn ríkisstjórnina að hætta viðræðunum. Hamas samtökin lofuðu árásina í yfirlýsingu en lýstu ekki yfir ábyrgð á henni. Blóð á trúarbók í skólanum eftir árásina í gær. Samkvæmt frásögn sjónarvotta réðist byssumaðurinn inn á bókasafn skólans og hóf handahófskennda skotárás á nemendur sem sátu þar að lestri. Um tíu mínútur liðu þar til öryggisvörðum tókst að skjóta hann til bana. Þá lágu átta nemendur á aldrinum 15 til 16 ára í valnum og níu aðrir særðust sumir mjög alvarlega. Mikil fagnaðarlæti brutust út á Gaza svæðinu er fregnir af árásinni bárust þangað. Ísraelsmenn segja að atburðurinn muni ekki draga úr aðgerðum þeirra á Gaza-svæðinu. Margar þjóðir hafa fordæmt atburðinn og kalla hann ófyrirgefanlegt hryðjuverk. Boðað var til fundar um málið í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og lögð fram tillaga um að fordæma árásina. Hún fékkst þó ekki samþykkt þar sem fulltrúi Líbýu í ráðinu og fleiri þjóðir vildu að í tillögunni yrðu árásir Ísraelsmanna á Gaza svæðið einnig fordæmdar.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira