Innlent

Samgönguráðherra fundaði með forstjóra PFS

Kristján Möller samgönguráðherra.
Kristján Möller samgönguráðherra. Mynd/ GVA

Kristján Möller samgönguráðherra fundaði með Hrafnkeli Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, í gær og heyrði hans sjónarmið varðandi starfsmannamál stofnunarinnar. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að könnun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti til þess að 20% starfsmanna teldu sig hafa orðið fyrir einelti og að á þremur árum hefði helmingur starfsmanna sagt upp störfum.

Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir ljóst að þarna hafi verið kurr í hluta starfsmanna. Hann segir að ráðherra hafi hlustað á hvernig forstjórinn hygðist taka á þeim málum og muni fylgjast með í framhaldinu. Aðspurður sagði Róbert að forstjóranum hefði ekki verið veitt áminning.

Hrafnkell Gíslason sagði fundinn hafa verið ágætan en vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um efni hans.


Tengdar fréttir

Tekur vísbendingum um slæmt andrúmsloft alvarlega

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist taka því mjög alvarlega ef starfsmenn stofnunarinnar finni fyrir slæmu andrúmslofti. Hann bendir meðal annars á að hann hafi ráðið mannauðs- og gæðastjóra til starfa þegar ljóst varð að könnun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti til þess að andrúmsloftið væri ekki sem skyldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×