Innlent

Tekur vísbendingum um slæmt andrúmsloft alvarlega

Hrafnkell V. Gíslason.
Hrafnkell V. Gíslason.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist taka því mjög alvarlega ef starfsmenn stofnunarinnar finni fyrir slæmu andrúmslofti. Hann bendir meðal annars á að hann hafi ráðið mannauðs- og gæðastjóra til starfa þegar ljóst varð að könnun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti til þess að andrúmsloftið væri ekki sem skyldi.

Vísir greindi frá því í gær að mikil óánægja ríkti á meðal starfsmanna stofnunarinnar með störf forstjórans. Hrafnkell segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstri Póst- og fjarskiptastofnunar á undanförnum árum. Í langflestum tilfellum hafi starfsfólkið tekið breytingunum vel, en í sumum tilfellum hefðu þær snert fólk misjafnlega.

Hrafnkell segir að það sé rangt sem fram hafi komið í frétt Vísis í gær að niðurstöður úttektar sem PricewaterhouseCoopers gerði á stofnunni hafi sýnt fram á að 20% starfsmanna teldu sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×