Innlent

Fimm eineltistilfelli á meðal starfsmanna hjá Póst- og fjarskiptastofnun

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Á tæpum þremur árum hefur helmingur starfsmanna Póst- og fjarskiptastofnunar sagt upp störfum. Starfsmannaveltan þar er með því hæsta sem þekkist hjá opinberum stofnunum, samkvæmt heimildum Vísis. Þessa háu starfsmannaveltu má rekja til vandræða í samskiptum á meðal starfsfólks því að á skömmum tíma hafa fimm eineltistilfelli komið þar upp.

Máli Póst- og fjarskiptastofnunar þykir svipa til máls Veðurstofunnar sem sagt var frá í fréttum síðastliðið haust. Þá höfðu fimm starfsmenn sagt upp vegna eineltis af hálfu deildarstjóra hjá stofnuninni.

Ekki náðist í Hrafnkel V Gíslason, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar vegna málsins. Leitað var viðbragða hjá Önnu Dóru Guðmundsdóttur, mannauðs- og gæðastjóra hjá fyrirtækinu, en hún vildi ekki tjá sig um málið við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×