Innlent

Yfirlýsing frá starfsfólki Póst- og fjarskiptastofnunar

Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Vísi hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá starfsfólki Póst- og fjarskiptastofnunar, sem samþykkt var á fundi þeirra í dag.

„Í dag birtist frétt á Vísi.is þar sem vegið er að Hrafnkeli V. Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, með ósanngjörnum hætti. Kemur fréttin í framhaldi af frétt sem birtist á Vísi.is á föstudaginn s.l. um meint eineltismál hjá stofnuninni. Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar telur fréttina vera skaðlega, meiðandi og ósanngjarna aðför að stjórnanda stofnunarinnar og um leið stofnuninni sjálfri. Fréttaflutningur sem þessi er fordæmdur," segir í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af stjórn starfsmannafélags, þeim Óskari Hafliða Ragnarssyni, Önnu Margréti Sigurðardóttur og Bjarna Sigurðssyni, fyrir hönd starfsmanna.

Athugasemd frá ritstjórn Vísis.

Vísir stendur að öllu leyti við þær fréttir sem birtust á vefnum fyrr í dag og á föstudaginn, enda kemur hvergi fram í yfirlýsingu starfsmannafélagsins að fréttin hafi verið efnislega röng. Þá ítrekar ritstjórn Vísis að blaðamaður ræddi við fimm manns, bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn stofnunarinnar, við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×