Erlent

Mikið mannfall í sprenginum í Bagdad

Að minnsta kosti 54 fórust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad í gærkvöldi og um 130 liggja sárir eftir.

Árásin átti sér stað í Karada verslunarhverfinu sem var troðfull af fólki í helgarinnkaupum. Fyrst sprakk sprengja sem komið hafði verið fyrir á gangstétt og er fólk hljóp til að aðstoða þá sem urðu fyrir barðinu á henni sprakk önnur sprengja í miðjum hópnum með fyrrgreindum afleiðingum.

Talið er að al-kaída samtökin hafi staðið að baki þessum sprengingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×