Erlent

Helsti vopnasali heims handtekinn í Taílandi

Óeinkennisklæddir lögreglumenn leiða Bout inn í höfuðstöðvar glæpadeildar lögreglunnar í Bangkok.
Óeinkennisklæddir lögreglumenn leiða Bout inn í höfuðstöðvar glæpadeildar lögreglunnar í Bangkok.

Rússneskur maður sem talið er að sé helsti ólöglegi vopnasali heims hefur verið handtekinn í Taílandi. Viktor Bout sem kallaður hefur verið „Kaupmaður dauðans" var gómaður á lúxushóteli í Bangkok. Taílenska lögreglan var með handtökuheimild frá Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um að útvega vopn til kólumbískra uppreisnarmanna.

Bout hefur einnig verið sakaður um að brjóta viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á vopnasölu til margra landa Miðasíu til Afríku, en hefur aldrei verið lögsóttur.

Hann er sagður hafa útskrifast úr herskóla í Moskvu snemma á tíunda áratugnum. Samkvæmt bók um Bout „Kaupmaður dauðans - Peningar, byssur, flugvélar og maðurinn sem gerir stríð mögulegt" var upphaf ferlsins þannig að hann stofnaði net fyrirtækja sem versluðu með gamlar rússneskar herflugvélar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×