Erlent

Mótmæltu hvalveiðum Japana

Greenpeace-liðar mótmæla hvalveiðum við fund Alþjóða hvalveiðiráðsins í London árið 2001.
Greenpeace-liðar mótmæla hvalveiðum við fund Alþjóða hvalveiðiráðsins í London árið 2001. MYND/AFP

Hvalaverndunarsinnar létu óánægju sína með hvalveiðar Japana í ljós í morgun þegar þeir klifruðu upp á japanska sendiráðsins í Lundúnum. Þar hengdu þeir borða með slagorðum gegn veiðunum. Hvalveiðar Japana verða eitt helsta umræðuefnið á sérstökum aukafundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Lundúnum í morgun og stendur fram á laugardag.

Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, situr fundinn fyrir hönd Íslands. Hann segir þetta fund um framtíð hvalveiðiráðsins sem formaður þess hafi óskað eftir. Stefán leggur áherslu á að það sé ekki markmið fundarins að ná efnislegri niðurstöðu sem komi til með að marka vatnaskil í deilunni um hvalveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×