Erlent

Olíuflutningaskip sökk undan ströndum Víetnam

Hætta er á mikilli mengun undan ströndum Víetnam eftir að olíuflutningaskip sökk þar í nótt.

Ekki er vitað um afdrif 14 manna áhafnar skipsins utan að einum þeirra var bjargað um borð í fiskibát. Stjórnvöld í Víetnam hafa gripið til neyðaraðgerða til að koma í veg fyrir að olían reki upp að ströndum landsins en um 1.700 tonn af olíu voru um borð í skipinu er það sökk undan ströndum Binh Thuan héraðsins í suðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×