Erlent

Hillary vill berjast með Obama fyrir forsetaembættinu

Hillary Clinton hefur gefið í skyn að hún sé tilbúin að berjast við hlið Barak Obama í komandi forsetakosningum.

Margir Demókratar sjá þau tvö sem draumaparið í þeim kosningum. Hinsvegar er spurningin hvort þeirra eigi að vera forsetaefnið og hvort taki stöðu varaforsetans.

Hillary segir að sjálfsögðu eigi eftir að velja í stöðurnar en að úrslitin í Ohio gefi til kynna að hún sé forsetaefnið og þá Obama væntanlega varaforsetaefni hennar. Hún gefur þó ekki upp hvort hún væri tilbúin að verða varaforsetaefni yrði Obama forsetaefni demókrata. Það yrði þá Obama að velja sér bandamann í baráttunni og óvíst að það verði Hillary.

En á meðan spennan er í algleymingi hjá Demókrötum er John McCain búinn að tryggja sér útnefningu Repúblíkana og einnig stuðning George Bush Bandaríkjaforseta. Forsetinn sagð það heiður að kynna vin sinn McCain sem frambjóðanda flokksins. Næsta verk McCain er að velja varaforsetaefni sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×