Erlent

Serbneskur stríðsglæpamaður afplánar í Danmörku

Bosníu-Serbi sem dæmdur var í 30 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt brottflutning á Króötum og múslimum frá Norð-Vestur Bosníu árið 1992 mun afplána dóm sinn í Danmörku. Alþjóðadómstóllinn í Haag tilkynnti þetta í dag.

Maðurinn sem um ræðir heitir Radoslav Brdjanin. Hann var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við að ofsækja, pynta og myrða Króata og múslima. Brdanjin skipulagði þjóðernishreinsanir sem leiðtogi Bosníu Serba, Radovan Karadzic skipulagði. Brdanjin var á þeim tíma leiðtogi Bosníu Serba í Krajina héraði.

Meira en 100 þúsund manns létu lífið í stríðinu í Bosníu sem háð var á árunum 1992- 1995.

Það var árið 2004 sem Brdanjin var dæmdur í 32 ára fangelsi fyrir brot sín. Sá dómur var hins vegar léttur um tvö ár í fyrra af áfrýjunardómstóli.

Dómstóllinn í Haag sagði svo frá því í dag að Brdanjin hefði verið fluttur til Danmörkur og að þar muni hann afplána dóm sinn. Talsmaður dómstólsins gaf hins engar frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×