Erlent

Sjálfsmorðsárás við herskóla í Lahore

Björgunarstarfsmenn á vettvangi tilræðisins við herskólann í morgun.
Björgunarstarfsmenn á vettvangi tilræðisins við herskólann í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti fimm eru látnir og þrettán særðir eftir sprengingar í borginni Lahore í Pakistan í morgun.

Tvær sprengingar heyrðust nærri skóla sjóhers Pakistans og er talið að þar hafi tveir sjálfsmorðsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp. Þá heyrðust sprengingar á öðrum stað í borginni nokkrum mínútum síðar.

Ekki liggur fyrir hvers eðlis þær voru en bæði al-Qaida liðar og talibanar hafa látið að sér kveða með sjálfsmorðsárásum í landinu undanfarnar vikur. Um 500 hundruð manns hafa látist í tengslum við átök ólíkra afla í Pakistan frá áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×