Erlent

Karlhjúkka drap fjórar eldri konur

Colin Norris
Colin Norris

Colin Norris 32 ára karlhjúkka frá Glasgow var í dag fundin sekur um að hafa myrt fjóra sjúklinga. Það gerði hann með því að gefa þeim of stóra skammta af Insúlíni.

Um er að ræða fjórar eldri konur sem hann myrti þegar hann starfaði á tveimur sjúkrahúsum í Leeds árið 2002. Hann reyndi einnig að myrða aðra konu á þessu tímabili.

Eitt fórnarlamba Norris var hin 86 ára gamla Ethel Hall sem lagðist inn á sjúkrahús eftir að hafa mjaðmagrindarbrotnað. Hún fór í aðgerð og starfsfólk sjúkrahússins trúði því að hún væri á batavegi. Nokkrum dögum síðar féll hún í dá og hlaut miklar skemmdir á heila. Norris var umsjónarmaður konunnar.

Lögreglan var kölluð til þegar tólf sinnum meira magn af Insúlíni fannst í blóði konunnar en eðlilegt er. Síðar kom í ljós að Norris hafði banað þremur öðrum konum.

Hann var handtekinn þann 11.desember árið 2002 en var sleppt gegn tryggingu og var í kjölfarið rekin af sjúkrahúsinu.

Norris neitaði sök allan tímann en 11 af 12 meðlimum kviðdómsins töldu hann sekan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×