Erlent

Tímamótaheimsókn Íransforseta til Írak

Mahmoud Ahmadinejad og Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks á blaðamannafundi í Bagdad í dag.
Mahmoud Ahmadinejad og Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks á blaðamannafundi í Bagdad í dag. MYND/AFP

Mahmoud Ahmadinejad forseta Íran var fagnað við komuna til Bagdad í dag. Þetta er fyrsta heimsókn í sögunni þar sem íranskur forseti heimsæki Írak. Heimsóknin er hápunktur ferlisins sem stuðlar að eðilegum samskiptum landanna eftir langvarandi stríð milli þjóðanna á níunda áratugnum.

Fréttaskýrendur segja að tveggja daga heimsóknin lýsi einnig stuðningi við ríkisstjórnina sem er að mestum hluta skipuð síja múslimum.

Eftir viðræður við íraska forsetann Jalal Talabani sagði Ahmadinejad að heimsóknin markaði kaflaskil í samskiptum ríkjanna.

Bandaríkjamenn höfðu ekkert með undirbúning heimsóknarinnar að gera. Þeir komu hvorki að öryggisvörslu né útveguðu þyrlur til að flytja forsetann inn í miðborg Bagdad. Í staðinn ferðaðist hann í bíl um vegina frá flugvellinum sem vanalega teljast hættulegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×