Erlent

Talibanaleiðtogi ákærður fyrir morðið á Bhutto

Lögregla handtekur Aitezaz Shah sem grunaður er um að hafa verið í fimm manna hópnum sem stóð að árásinni.
Lögregla handtekur Aitezaz Shah sem grunaður er um að hafa verið í fimm manna hópnum sem stóð að árásinni.

Pakistanska lögreglan hefur formlega ákært talibanaleiðtogann Baitullah Mehsud fyrir að skipuleggja morðið á Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Fjórir aðrir menn hafa einnig verið ákærðir í tengslum við morð stjórnarandstöðuleiðtogans. Þetta segir Chaudhry Abdul Majeed sem fer með rannsókn málsins. Dómari gaf út handtökuheimildir fyrir fimm grunaða eftir að ákærur voru gefnar út. Fimm menn hafa þegar verið handteknir.

Mehsud er staðsettur í Suður Waziristan sem liggur að landmærum Afghanistan. Hann hefur neitað tengslum við morðið 27. desember síðastliðinn. Í síðasta mánuði sagði lögregla að frændur hans Rufukat og Husnan Gul hefði játað að gefa einum árásarmanninum sprengjuvesti og byssu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×