Erlent

Býður 2,6 milljón í verðlaun ef týnd stúlka finnst

Fjölskylda og vinkona Shannon hafa biðlað til þeirra sem gætu vitað hvar hún er niðurkomin.
Fjölskylda og vinkona Shannon hafa biðlað til þeirra sem gætu vitað hvar hún er niðurkomin. MYND/Sky News

Breska dagblaðið The Sun hefur heitið 20 þúsund sterlingspunda verðlaunum til handa þeim sem finnur níu ára gamla telpu sem hvarf í Yorkshire hinn 19. febrúar síðastliðinn. Shannon Matthews var á leið heim úr skólanum þegar hún hvarf.

Hundruð lögreglumanna með leitarhunda hafa leitað telpunnar. Talað hefur verið við yfir 1500 ökumenn sem fara daglega þá leið sem hún fór heim úr skólanum. Húsleitir hafa verið gerðar á mörgum stöðum, en ekki skilað árangri ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×