Erlent

Sjálfsmorðssprengja grandar 40 í Pakistan

Menn skoða staðinn þar sem sjálfsmorðssprengingin varð í dag.
Menn skoða staðinn þar sem sjálfsmorðssprengingin varð í dag. MYND/AFP

Að minnsta kosti 40 manns biðu bana og yfir 80 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á jarðarför lögreglumanns í Pakistan í dag. Lögreglumaðurinn var einn af þremur sem biðu bana í gær þegar þeir óku yfir jarðsprengju.

Yfir 450 manns hafa fallið í árásum öfgamanna í Pakistan það sem af er þessu ári. Flest tilræðin eru rakin til al-Kaída samtakanna og til liðsmanna talibana í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×