Erlent

Tyrkneskar hersveitir á leið frá norðurhluta Íraks

Tyrkneskar hersveitir, sem sótt hafa að kúrdískum uppreisnarmönnum í Írak, hafa dregið sig út úr landinu. Þetta segir utanríkisráðherra Íraks í samtali við Reuters-fréttaveituna.

Þar fagnar ráðherrann ákvörðun Tyrkja. Hins vegar er haft eftir háttsettum manni í tyrkneska hernum að aðeins hluti hersveitanna hafi snúið til baka.

Tyrkir sendu þúsundir hermanna inn í norðurhluta Íraks fyrir rúmri viku til þess að takast á við uppreisnarmenn í Verkamannaflokki Kúrdistans, PKK, sem sagðir eru skipuleggja árásir á Tyrkland. Uppreisnarmennirnir berjast fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda.

Þrýst hefur verið á Tyrki að hætta árásunum enda er talið að innrásin ógni stöðugleika á svæðinu. Tyrkneski herinn segist hafa drepið um 240 uppreisnarmenn á síðustu dögum og að rúmlega 20 tyrkneskir hermenn hafi fallið en uppreisnarmennirnir segjast hafa drepið yfir 100 hermenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×