Erlent

Dauðdómurinn yfir Efnavopna-Ali staðfestur

Forseti Íraks hefur staðfest dauðadóminn yfir Hassan al-Majid sem kallaður hefur verið Efnavopna-Ali.

Hassan var frændi og böðull Saddams Hussein og var dæmdur til dauða fyrir þátt sinn í herferðinni gegn Kúrdum árið 1988 þar sem 180.000 manns létust. Eiturgas var meðal annars notað í herferðinni með skelfilegum afleiðingum fyrir Kúrdana.

Upphaflega átti að hengja Hassan í október á síðasta ári en lagaflækjur hafa hingað til frestað aftökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×