Erlent

Breski herinn íhugar að kalla Harry prins heim

Breski herinn er nú að íhuga hvort hann muni kalla Prins Harry heim frá Afganistan þar sem hann hefur gengt herþjónustu síðan í desember.

Það var bandarísk vefsíða sem greindi frá því að Harry væri í Afganistan en áður en prinsinn hélt þangað gerði herinn samkomulag við breska fjölmiðla um að þeir myndu þegja um veru prinsins í landinu þar til hann kæmi heim aftur í apríl.

Harry hefur þótt standa sig vel en hann hefur tekið þátt í nokkrum bardögum með hersveit sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×