Erlent

Heiðarleg en ójöfn kosningabarátta í Rússlandi

Í dag er síðasti dagur kosningabaráttunnar til forsetaembættisins í Rússlandi en kjördagur er á sunnudag. Formaður yfirkjörstjórnar segir að kosningabaráttan hafi verið heiðarleg en ójöfn.

Þar á hann væntanælega við að Dmitri Mededev hefur nær algerlega einokað alla umfjöllun í fjölmiðlum landsins og hafa aðrir kandidatar fegnið svo lítið pláss í fjölmiðlunum að þeir eru nær óþekktir meðal stórs hluta þjóðarinnar.

Mededev sem nýtur stuðnings Putin fráfarandi forseta er öruggur um sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×