Erlent

Bush krefst framlengingar njósnalaga

Bush í Hvíta húsinu á dögunum.
Bush í Hvíta húsinu á dögunum.

George Bush forseti Bandaríkjanna hefur hvatt Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp sem auðveldar hleranir símtala sem tengjast rannsóknum á hryðjuverkum.

Á fundi í Hvíta húsinu sagði hann að framlenging laganna um njósnir, sem nú eru gengin úr gildi, væri áríðandi og þyrfti að vera í forgangi.

Frumvarpið gæfi símafyrirtækjum sem aðstoða yfirvöld afturvirkar undanþágur eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Bush segir frumvarpið nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi.

Undir lögunum gætu yfirvöld hlerað símtöl og skoðað tölvupósta sem fara í gegnum Bandaríkin, án heimildar. Frumvarpið var síðast framlegnt í ágúst.

Þó nokkur mál hafa verið höfðuð gegn símafyrirtækjum síðan vegna brota á persónuverndarlögum. Bush sagði á þriðjudag að slíkar málsóknir myndu auðvelda al-Kaída að grannskoða aðferðir leyniþjónustunnar. Þær væru í raun leiðarvísir að því hvernig ætti að forðast eftirlit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×