Erlent

Kókaíni skolar á strendur Cornwall

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Að undanförnu hefur borið mikið á því að stórum pakkningum af kókaíni hafi skolað upp á strendur Cornwall í Englandi.

Samtals hafa fundist 50 kíló af kókaíni í nokkrum pakkningum en áætlað götuverðmæti efnisins er um 325 milljónir íslenskra króna. Er talið að pakkningarnar hafi fallið af líberísku flutningaskipi sem átt hafi leið fram hjá, en þar hafi það verið falið innan um banana.

Lögregla hefur þó ekki staðfest neitt um uppruna efnanna og heldur áfram að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×