Erlent

Tekinn með kort af heimili skopmyndateiknara

Lars Vilks hefur sætt hótunum vegna mynda sinna.
Lars Vilks hefur sætt hótunum vegna mynda sinna.

Einn þeirra manna sem handteknir voru í Stokkhólmi í dag vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka var handtekinn í fyrra með kort af heimili eins teiknara Múhameð skopmyndanna.

Í nóvember á síðasta ári komst maðurinn í kast við rannsóknarlögreglu Svíþjóðar vegna fjársvika og gruns um fjármögnun hryðjuverka. Við húsleit kom í ljós kort af heimili Lars Vilks, sænsks listamanns sem hótað hefur verið lífláti vegna skopmynda sem birtar voru eftir hann í fyrra.

Maðurinn er sænsku ríkisborgari af erlendum uppruna og Íslamstrúar. Hann og þrír aðrir eru grunaðir um að hafa svikið níu milljónir sænskra króna, tæplega 100 milljónir íslenskra króna, út úr sænska ríkinu til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi.

Handtökurnar í Stokkhólmi og Ósló í dag tengast þó ekki Múhameðs skopmyndunum né teiknurum þeirra.

Mennirnir sem handteknir voru, þrír í Stokkhólmi og þrír í Ósló, eru ekki taldir hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum, heldur að nota Norðurlöndin sem stökkpall fyrir hryðjuverk annar staðar í heiminum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×