Erlent

Nýfædd stúlka féll niður um klósett í lestarferð

Bhuri er hér ásamt dóttur sinni.
Bhuri er hér ásamt dóttur sinni. MYND/AP

Nýfædd stúlka á Indlandi, lifði af fall niður um klósett og beint á lestarteinana í lest á ferð.

Móðir hennar, Bhuri, var á ferð með ættingjum þegar hún þurfti skyndilega að fara á salernið. Án þess að hún ætti von á því fæddi hún barnið um tveimur og hálfum mánuði fyrir tímann og féll barnið niður um klósettið beint á lestarteinana.

Eftir fæðinguna missti Bhuri meðvitund og komu ættingjar hennar að henni alblóðugri á salerninu. Var leitað að stúlkunni sem fannst lifandi, en köld og með veikan hjartslátt, eftir að hafa legið á lestarteinunum í um tvo tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×