Erlent

Eitraði fyrir manni sínum með frostlegi

Kate Knight sýndi ekki iðrun fyrir réttinum.
Kate Knight sýndi ekki iðrun fyrir réttinum. MYND/Sky News

Bresk kona sem reyndi að drepa eiginmann sinn með því að setja frostlög í karríréttinn hans hefur verið dæmd í 30 ára fangelsi. Kate Knight var dæmd fyrir tilraun til að drepa Lee Knight á heimili þeirra í Stoke-on-Trent í Staffordshire árið 2005.



Hún mun ekki eiga möguleika á reynslulausn fyrr en eftir að minnsta kosti 15 ár í fangelsi af því að hún sýndi litla iðrun að mati dómarans Simon Tonking.

Lee hlaut nýrnabilun og er nú blindur. Hann er að hluta heyrnarlaus og þarf umönnun allan sólarhringinn.

Dómarinn sagði eyðileggingu á líkama mannsins augljósa. Kate hefði ekki sýnt neina iðrun þegar hann bar vitni. Glæpurinn væri auk þess afar kaldlyndur og að yfirlögðu ráði

Með því að eitra fyrir manninum ætlaði Kate að ná rúmlega 8,5 milljónum íslenskra króna í bætur frá vinnuveitanda Lee. Þannig ætlaði hún að hreinsa upp eigin skuldir.

Kate eitraði fyrir manni sínum að kvöldi sjö ára brúðkaupsafmælis þeirra þann 4. apríl árið 2005. Hún eldaði karrírétt og gaf honum rauðvín með - bæði matinn og vínið hafði hún bætt með etýlen glýkólípíð sem er grunnefni frostlagar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×