Erlent

Grunaður hryðjuverkamaður flýr úr varðhaldi

MYND/AP

 

Grunuðum hryðjuverkamanni tókst að flýja úr varðhaldi í Singapúr í gær. Mas Selamat Kastari, sem grunaður er um að vera leiðtogi herskárrar íslamskrar hreyfingar, bað um að fá að nota salernið þar sem hann var í haldi og sást ekki eftir það.

 

Mas Selamat er grunaður um að hafa ætlað að ræna farþegavél og brotlenda henni á aðalflugvelli Singapúr, Changi, að sögn varnarmálaráðuneytis landsins. Ætlaði hann að hefna fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem réðst gegn hryðjuverkahópi hans, Jemaah Islamiyah, árið 2001 og hneppti fjölda meðlima í varðhald.

 

Hann er einnig talinn hafa staðið að baki sprengingu á næturklúbb á Balí árið 2002 þar sem rúmlega 200 manns létust. Flestir þeirra voru vestrænir ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×