Erlent

Norðurlandasamvinna gegn hryðjuverkum

mynd úr safni

Sænska og norska öryggislögreglan hefur handtekið sex manns í Stokkhólmi og Osló sem grunaðir eru um að skipuleggja og fjármagna hryðjuverk.

Þeir þrír sem handteknir voru í Stokkhólmi voru sænskir ríkisborgarar en hinir þrír sem handteknir voru í Osló eru af afrískum uppruna.

Handtökurnar voru samræmdar aðgerðir öryggislögreglu beggja landa. Fylgst hafði verið með mönnunum í langan tíma áður en ráðist var til atlögu.

Þetta mál virðist ekki tengjast myndbirtingu danskra fjölmiðla af Múhameð spámanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×