Erlent

Sjómaður synti 10 klukkutíma til lands

Þyrla áströlsku strandgæslunnar að störfum.
Þyrla áströlsku strandgæslunnar að störfum. MYND/AFP

Ástralskur sjómaður synti í meira en 10 klukkutíma eftir hjálp fyrir tvo félaga sína sem hann skildi eftir á sökkvandi bát. Maðurinn var að niðurlotum kominn þegar hann komst á austurströnd Ástralíu. Þar fannst hann og strandgæslu tókst að finna einn mannanna sem voru á bátnum. Sá hafði haldið dauðahaldi í brak úr bátnum í um 30 klukkustundir.

Leit af þriðja manninum stendur yfir.

Mennirnir þrír voru um borð í trillu sem sökk um 15 kílómetra frá ströndinni að Byron Bay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×