Erlent

Mynd af borgarstjóra á nærbuxum kostaði hana starfið

Carmen Kontor, fyrsta konan sem nær því að verða kjörin borgarstjóri í bænum Arlington í Oregon í Bandaríkjunum, hefur verið rekin úr starfinu.

Glæpur hennar var sá að fyrir þremur árum birtist mynd af henni við hlið slökkvibíls klædd aðeins nærbuxum og brjóstashaldara. Myndin var síðan sett á netið. Þetta reyndist of stór biti að kyngja fyrir hina guðshræddu íbúa Arlington sem steyptu Carmen af stóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×