Erlent

Forsætisráðherra Taílands úr útlegð

Thaksin Shinawatra.
Thaksin Shinawatra. MYND/AFP

Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra Taílands snýr aftur úr 17 mánaða útlegð á morgun. Shinawatra var steypt af stóli í hernaðaraðgerð en hann mun mæta fyrir dóm í Taílandi þar sem hann er sakaður um spillingu. Þessar upplýsingar komu frá utanríkisráðuneyti landsins.

Noppadon Pattama náinn bandamaður Thaksin og fyrrverandi lögfræðingur hans sagði fréttamönnum í Bangkok í dag að forsætisráðherrann fyrrverandi myndi snúa aftur 28. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×