Erlent

Sonur Ariel Sharon í fangelsi

Omri Sharon á leið að sjúkrarúmi föður síns í gær.
Omri Sharon á leið að sjúkrarúmi föður síns í gær. MYND/AFP

Omri Sharon sonur fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hefur afplánun sjö mánaða fangelsisdóms í dag. Hinn 43 ára Omri hlaut dóminn vegna ólöglegrar fjáröflunar fyrir kosningabaráttu föður sins árið 1999 þegar Ariel sóttist eftir leiðtogstöðu Likud flokksins.

Þáttur forsætisráðherrans fyrrverandi var rannsakaður en hann var aldrei dæmdur í málinu. Rétturinn dæmdi hins vegar son hans í fangelsi, þrátt fyrir óskir um að sýna mildi vegna ástands Ariel Sharon. Hann hefur verið í dauðadái frá því hann fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum, en þá gengdi hann embætti forsætisráðherra.

Í gær varð Ariel 80 ára. Af því tilefni var Omri og fjölskyldan auk vina við sjúkrarúm hans í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×