Erlent

Obama dregur verulega á Clinton í Ohio

Nú þegar aðeins vika er til forkosninga Demókrata í ríkinu Ohio sýnir ný skoðannakönnun að Barak Obama hefur dregið verulega á Hillary Clinton.

Mælist fylgi hans í ríkinu nú 43% á móti 48% fylgi Clinton. Fyrir tveimur vikum var Clinton með 14% meira fylgi en Obama.

Kappræður þeirra tveggja í gærkvöldi í Ohio einkenndust af ásökunum á báða bóga og deildu þau hart um heilbrigðismál, frjálsa verslun og Íraksstríðið. Hvorugt er talið hafa farið með sigur af hólmi í þessum kappræðum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×