Erlent

Biðlar til Brown um lausn fanga

Gordon Brown
Gordon Brown

Arabísk sjónvarpsstöð hefur birt myndskeið sem sýnir einn af fimm Bretum sem voru teknir í gíslingu fyrir átta mánuðum. Myndskeiðið sýnir mann sem biðlar til Gordon Brown forsætisráðherra um að bjarga gíslunum. „Ég heiti Peter Moore. Ég hef verið hér í gíslingu í nærri því átta mánuði," sagði maðurinn á myndskeiðinu. Maðurinn bað Brown forsætisráðherra um að frelsa níu Íraka til að fá Bretana lausa. Breska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt birtingu myndskeiðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×