Erlent

Samningaviðræðum í Kenía frestað

Óeirðir brutust út þegar úrslit forsetakosninganna lágu fyrir. Stjórnarandstaðan sakar forsetann um kosningasvindl.
Óeirðir brutust út þegar úrslit forsetakosninganna lágu fyrir. Stjórnarandstaðan sakar forsetann um kosningasvindl. MYND/AFP

Viðræðum sem miða að því að enda ofbeldisölduna sem riðið hefur yfir Kenía frá úrslitum forsetakosninganna í lok desember hefur verið frestað. Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og málamiðlari tilkynnti þetta í dag en hann hefur leitt viðræðurnar í einn mánuð.

Annan sagðist ennfremur ætla að ræða við bæði Mwai Kibaki forseta og Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtoga til að finna leiðir til að ná árangri mun hraðar en hingað til.

Að minnsta kosti 1.500 manns hafa látist í óeirðunum í landinu á síðustu tveimur mánuðum samkvæmt heimildum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×