Erlent

Tæki sem les eydd SMS komið á markað

Langar þig að vita hvaða skilaboð aðrir hafa eytt af farsímanum sínum.
Langar þig að vita hvaða skilaboð aðrir hafa eytt af farsímanum sínum. MYND/Getty Images

Tæki sem gerir fólki mögulegt að njósna um maka sína með því að lesa SMS skilaboð sem hefur verið eytt, er nú komið í verslanir ytra. Tækið sem er auglýst sem „Litli gimsteinninn" getur lesið Sim kort og upplýsingarnar er hægt að senda á hvaða tölvu sem er í gegnum USB tengi.

Hægt er að hala niður þeim upplýsingum sem geymd eru á Sim kortinu, jafnvel þeim sem hefur verið eytt.

Tækið kostar sem svarar tæpum 10 þúsund krónum í Bretlandi.

„Hefur þig einhvern tíman langað til að njósna um konuna þína, eiginmann, unglinginn, eða vinnufélaga til að sjá hvað þeir eru að gera? Haga þeir sér grunsamlega þegar þeir eru í farsímanum?" segir á heimasíðu fyrirtækisins sem er staðsett í New York.

Þetta er fyrsta tækið sem les upplýsingar Sim korts og getur nálgast skilaboð sem hefur verið eytt samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×