Erlent

Dómari hafnar nýjum forsetakosningum í Nígeríu

Umar Yar'Adua forseti hafði heitið því að fylgja dómnum.
Umar Yar'Adua forseti hafði heitið því að fylgja dómnum. MYND/AFP

Dómari í Nígeríu hefur hafnað kröfu stjórnarandstöðu um að forsetakosningar síðasta árs verði gerðar ógildar og kosið að nýju. Muhammadu Buhari frambjóðandi stjórnarandstöðunnar segir að ekki hafi verið kosið í 29 af 31 ríki landsins. Atiku Abuktar fyrrverandi varaforseti hélt því fram að lýðræðisflokkur Yar'Adua forseta hefði svindlað í kosningunum.

Ríkisstjórnin heldur því fram að staðhæfingar andstöðunnar séu veikar og telja að úrskurður dómaranna fimm muni styðja forsetann. Talið er að málið fari einnig fyrir Hæstarétt. Alþjóðlegir aðilar sem fylgjast með kosningum segja þær hafa verið undir viðmiðum. Öryggi hefur verið hert til muna í höfuðborginni Abuja fyrir dóminn í dag.

Hvorugur keppinautur forsetans halda því fram að þeir hafi unnið, en kölluðu eftir því að kosið yrði að nýju.

Atiku Abubakar fyrrverandi varaforseti segir að ógilda eigi kosningarnar á þeim grundvelli að kosningaseðlar hafi verið afhentir á kosningadag og þeir hafi ekki verið merktir raðnúmerum. Abukbar barðist fyrir því að vera meðal nafna á kosningaseðli eftir að hann hætti sem varaforseti fyrrverandi forseta. Það varð til þess að kosningaseðlarnir voru endurprentaðir með litlum fyrirvara í Suður-Afríku. Fyrir dómnum kom fram að kosningaseðlarnir hafi þess vegna ekki komist á kjörstaði fyrr en eftir að kosningunum lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×