Erlent

Minnsta áhorf á Óskarinn hingað til

Marion Cotillard hlaut Óskarinn fyrir aðalhlutverk í La vie en rose.
Marion Cotillard hlaut Óskarinn fyrir aðalhlutverk í La vie en rose. MYND/AFP

Óskarðsverðlaunaafhendingin á sunnudagskvöld hlaut minnsta áhorf í sjónvarpi hingað til samkvæmt bandarískum könnunum. Um 32 milljónir horfðu á útsendingu ABC sjónvarpsstöðvarinnar, um milljón færri en árið 2003. Þá höfðu Bandaríkjamenn farið fyrir innrásinni í Írak daginn fyrir hátíðina. Í fyrra horfðu 41 milljón manns á hátíðina í sjónvarpi.

Til sambanburðar horfa 30 milljónir á vinsælasta sjónvarpsþátt vestanhafs American Idol í hverri viku.

Áhorfið nú á Óskarinn er það lægsta síðan árið 1974 þegar áhorfskannanir í núverandi mynd hófust.

Þær kvikmyndir sem nú voru tilnefndar í flokknum kvikmynd ársins fengu flestar góðar móttökur gagnrýnenda, en aðeins þokkalega aðsókn í kvikmyndahúsum.

Unglingamyndin Juno komst yfir 100 milljón dollara múrinn í aðsókn, á meðan verðlaunamynd kvöldsins No Country For Old Men hlaut einungis 64 milljónir dollara.

Árið 1998 þegar Titanic vann 11 verðlaun var metár í sjónvarpsáhorfi á hátíðina þegar 55 milljónir Ameríkana sátu fyrir framan sjónvarpið.

Í yfirlýsingu frá ABC sjónvarpsstöðinni segir að mælingarnar nú taki ekki mið af auknum fjölda heimila sem nýta sér tækni til að horfa á verðlaunaafhendinguna eftir á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×