Erlent

Engin merki um að danskar vörur verði sniðgengnar

Per Stig Möller og samstarfs hans í danska utanríkisráðuneytinu hafa ekki orðið varir við það að til standi að sniðganga danskar vörur.
Per Stig Möller og samstarfs hans í danska utanríkisráðuneytinu hafa ekki orðið varir við það að til standi að sniðganga danskar vörur.

Danska utanríkisráðuneytis segist ekki sjá merki þess í Miðausturlöndum eða annars staðar í Asíu að til standi að sniðganga danskar vörur í stórum stíl til þess að mótmæla endurbirtingu Múhameðsteikninga. Þetta segir talsmaður ráðuneytisins í samtali við danska fjölmiðla.

Fram kom í fréttum í gær að súdönsk stjórnvöld vildu slíta stjórnmálasambandi við Danmörku og sniðganga danskar vörur vegna málsins en utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið neina staðfestingu á því.

Dönsk fyrirtæki urðu fyrir allmiklum búsifjum fyrir tveimur árum þegar deilurnar um skopteikningar af Múhameð spámanni voru í hámæli. Þá voru danskar vörur sniðgengnar víða í hinum íslamska heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×