Erlent

Heil Gosi! - Áhugi Hitlers á Disney

Gosi og dvergarnir eftir Hitler. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Gosi og dvergarnir eftir Hitler. Smellið á myndina til að sjá hana stærri. MYND/AFP

Forstjóri stríðsmunasafns í Noregi heldur því fram að hann hafi fundið teikningar sem Adolf Hitler gerði á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. William Hakvaag forstjóri safnsins í Lofoten í Norður-Noregi segist hafa fundið teikningarnar inni í mynd sem hann keypti á uppboði í Þýskalandi og merkt var „A. Hitler".

Teikningarnar eru af teiknimyndafígúrum úr teiknimyndinni Mjallhvíti og dvergunum sjö og ein ómerkt mynd úr Gosa. Hakvaag segir að Hitler hafi verið mikill aðdáandi Disneymynda.

Engin staðfesting hefur borist að teikningarnar séu í raun eftir nasistaleiðtogann, en vitað er að Hitler átti eintak af Mjallhvíti sem hann horfði á í einkabíósal sínum. Hakvaag segist hafa sannreynt með prófum að myndirnar séu frá árinu 1940.

„Ég er 100 prósent viss um að myndirnar séu eftir Hitler. Ef einhver hefði falsað þær hefði hann ekki falið þær aftan í annarri mynd þar sem þær fyndust kannski aldrei," sagði Hakvaag á fréttavef Ananova. Hann sagði einnig að undirskriftin á myndunum passaði við undirskrift Hitlers.

Áður en Hitler komst til valda Eftir hann liggja 19 vatnslitamyndir. Þá voru tvær skyssur sem sagðar voru eftir hann seldar í Bretlandi fyrir tveimur árum á tæpa 15,5 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×