Erlent

Sögulegir tónleikar í Norður-Kóreu

Sinfóníuhljómsveit New York borgar er nú stödd í höfuðborg Norður-Kóreu en þar mun hljómsveitin halda sögulega tónleika í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Kórea hefur gefið leyfi fyrir tónleikum með bandarískri hljómsveit. Stjórnandi hljómsveitarinnar segir að markmiðið sé að nota tónlistina til að þíða kuldaleg samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Að venju mun hljómsveitin spila þjóðsöng Bandaríkjanna við upphaf tónleikana. Það er ekki vitað hvort Kim Jong Il, leiðtogi þjóðarinnar, verði viðstaddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×