Erlent

Obama með afgerandi forskot á Clinton

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur Barak Obama nú afgerandi forskot á Hillary Clinton á landsvísu í Bandaríkjunum.

Könnunin mælir Obama með 14% meira fylgi en Clinton en fyrir um mánuði síðan mældust þau jöfn hvað landsfylgið varðar.

Fréttaskýrendur segja að vinni Clinton ekki í annaðhvort Texas eða Ohio í næsta mánuði sé næsta víst að forsetaefni Demókrata verður Barak Obama. Yrði það þá í fyrsta sinn í sögunni sem blökkumaður nær svo langt í stjórnmálum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×